top of page

Landsfundurinn 7. - 8. október 2018

Um helgina, 6.-7. október, hélt Alþýðufylkingin aukalandsfund. Þetta var fjórði landsfundur flokksins og sá fjölmennasti. Meðal helstu niðurstaðna fundarins er að flokkurinn stefnir ekki á framboð í þing- eða sveitarstjórnarkosningum heldur mun einbeita sér að grasrótarstarfi og starfi með frjálsum félagasamtökum. Um leið var samþykkt að fella úr lögum flokksins bann við því að vera í öðrum stjórnmálaflokkum. Hér eftir verða landsfundir árlegir og haldnir fyrir 1. apríl.

Samþykkt var að fækka í framkvæmdastjórn og miðstjórn og nokkur umskipti urðu í forystunni: Þorvaldur Þorvaldsson var endurkjörinn formaður. Vésteinn Valgarðsson lét af störfum sem varaformaður og Þorvarður Bergmann Kjartansson var kjörinn varaformaður. Björgvin Rúnar Leifsson var kjörinn ritari flokksins. Tamila Gámez Garcell var kjörin gjaldkeri flokksins. Úr framkvæmdastjórn fóru Elín Helgadóttir, Erna Lína Örnudóttir og guðmundur Smári Sighvatsson. Landsfundarkjörnir í miðstjórn voru Jóhannes Ragnarsson, Valtýr Kári Daníelsson og Þorsteinn Bergson en úr miðstjórn víkja Claudia Overesch og Þórarinn Hjartarson.

Samþykktar voru átta ályktanir: Um að verja fullveldi landsins í orkumálum, um að hafna markaðsvæðingu í heilbrigðiskerfinu, gegn heimsvaldastefnu og stríðsstefnu, áskorun til verkalýðsforystunnar vegna komandi kjarasamninga, um umhverfisvá vegna kapítalismans, um húsnæðisvandann í landinu, um hve lítið hefur í raun breyst á tíu árum frá hruninu og um stöðu og verkefni flokksins hér eftir og hingað til.


Featured Posts
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page