top of page

Spurt & svarað

Eyjan spyr:

Mun flokkurinn beita sér fyrir breytingum í stjórnkerfinu? Ef svo, hvernig?

Að mati ykkar, hvað er það helsta sem kjósendur ættu að varast?

Svarað: 15. október 2017

a) Alþýðufylkingin styður að nýja stjórnarskráin taki gildi. Við mundum þó (auðvitað) vilja breyta ýmsu í henni. Og við teljum hvorki að gamla stjórnarskráin sé orsakarþáttur í hruninu né að sú nýja leysa þversagnir þjóðfélagsins -- en við styðjum hana engu að síður.

b) Kjósendur þurfa að varast margt, meðal annars: (i) Þá sem lofa sömu peningunum í marga hluti, eins og fjármálakerfið og velferð, menntamál eða heilbrigðismál. Og (ii) þá sem boða þversagnakennda stefnu, eins og að boða bæði jöfnuð eða umhverfisvernd og um leið kapítalískan hagvöxt. Svo eru (iii) þeir sem segja eitt en gera annað -- það þarf að dæma fólk eftir verkunum, þar sem það er hægt.

Vésteinn Valgarðsson

varaformaður Alþýðufylkingarinnar

& oddviti í Reykjavíkurkjördæmi suður

Stundin spyr:

Ætlar þú að beita þér fyrir ítarlegri hagsmunaskráningu þingmanna og ráðherra en nú er og stuðla að því að skráningin skráning feli meðal annars í sér tekjur, eignir og skuldir þingmanns/ráðherra og maka þeirra?

Svarað: 15. október 2017

Já, og við álítum líka að feðgar séu "tengdir aðilar". Við viljum líka setja lög um gegnsætt eignarhald, hvort sem það eru fasteignir, fyrirtæki eða aðrar eignir.

Vésteinn Valgarðsson

varaformaður Alþýðufylkingarinnar

& oddviti í Reykjavíkurkjördæmi suður

Munt þú vinna að því að lög séu sett um vernd uppljóstrara? Ertu sammála því að tryggja þurfi að þeir sem benda á starfsemi eða venjur sem standast ekki lög eða siðferðilega mælikvarða njóti lagalegrar verndar gegn starfsmissi eða hefndaraðgerðum af öðru tagi?

Já, það er nauðsynlegt að vernda þá sem ljóstra upp um glæpi og spillingu. Líka þá sem koma frá öðrum löndum.

Munt þú sem þingmaður krefjast þess að stjórnvöld bæti samvinnu sína við alþjóðastofnanir á borð við OECD og GRECO um varnir gegn spillingu og spillingarhættum?

Já, ef ég verð þingmaður mun ég krefjast þess, en með þeim fyrirvara þó, að ég tel þessar stofnanir ekki vera neina tryggingu. Aðalspillingarvaldur nútímaþjóðfélaga er kapítalisminn, svo veigamestu skrefin gegn spillingu eru að setja honum strangar skorður.

Telur þú mikilvægt að almenningi séu veittar réttar og tímabærar upplýsingar um alla starfsemi stjórnsýslu? Telur þú eðlilegt að opinberar stofnanir leyni upplýsingum sé þeim ekki skylt samkvæmt lögum að veita þær?

Hið opinbera ætti að starfa með algeru gegnsæi og afsetjanleika embættismanna og kjörinna fulltrúa. Það ætti ekki að halda neinum leyndarmálum fyrir landsmönnum, nema það varði beinlínis þjóðaröryggi eða persónulega hluti eins og sjúkrasögu. En t.d. ættu allir samningar ríkisins við önnur ríki eða við fyrirtæki að vera opinberir.

Ertu sammála því að auka þurfi aðkomu borgaranna að eftirliti með öllum þáttum ríkisvaldsins? Telur þú mikilvægt að tryggja að stjórnsýsla ráðuneyta, dómstóla og löggjafa sé ekki eftirlitslaus og að utanaðkomandi aðilar taki þátt í gagnrýninni umræðu um alla þætti stjórnsýslunnar? Ef svo er, hvernig muntu beita þér til að stuðla að slíku eftirliti?

Það er mjög mikilvægt að haft sé eftirlit með stjórnsýslunni og að þar sé ábyrgð skýr og virk. M.ö.o. ætti að vera tiltölulega auðvelt að víkja burt embættismönnum sem eru ekki starfi sínu vaxnir. Hér eru aðalatriðin líka gegnsæi og afsetjanleiki.

Krabbameinsfélag Íslands spyr:

Í vor gaf velferðarráðuneytið út skýrslu ráðgjafarhóps með tilögu að íslenskri krabbameinsáætlun til ársins 2020, þar sem m.a. er kveðið á um að framboð nýrra krabbmeinslyfja verði sambærilegt við önnur Norðurlönd. Hvernig mun flokkurinn útfæra tillögurnar?

Svarað: 15. október 2017

Alþýðufylkingin mun fylgja ráðum vísindamanna varðandi læknisfræðileg atriði. En við vitum hvernig við viljum borga það sem það mun kosta: með sparnaði af félagsvæðingu fjármálakerfisins losnar um ómælda fjármuni sem geta m.a. nýst í bætta heilsu landsmanna.

Vésteinn Valgarðsson

varaformaður Alþýðufylkingarinnar

& oddviti í Reykjavíkurkjördæmi suður

Fyrir liggur að krabbameinum mun fjölga verulega á næstu árum og mikilvægt er að beita öllum ráðum til að fyrirbyggja eða greina krabbamein á byrjunarstigi. Styður flokkurinn að skimun eftir krabbameinum verði gjaldfrjáls og þá hvenær?

Alþýðufylkingin styður gjaldfrjálsa skimun. Við munum fylgja ráðum vísindamanna um það hvenær sé best að framkvæma hana.

Þak á greiðsluþátttöku sjúklinga var lækkað nýverið en engu að síður standa Íslendingar ekki jafnfætis nágrannaþjóðunum, þar sem kostnaður fólks í krabbameinsmeðferðir er nánast enginn. Fjöldi nauðsynlegra lyfja í krabbameinsmeðferð (til að mynda sýkla-, sveppa-, svefn-, geð- og hægðalyf) falla ekki undir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga og viðbótarkostnaður fólks vegna þeirra í tengslum við krabbameinsmeðferð getur verið verulegur. Ákveðin heilbrigðisþjónusta eins og sálfræðiþjónusta og tannlækningar fellur ekki undir greiðsluþátttökuþakið og getur því einnig leitt til mikils viðbótarkostnaðar. Styður flokkurinn að a) greiðsluþátttökuþakið nái til fleiri þátta og að b) greiðsluþátttaka sjúklinga verði afnumin eða lækkuð á næstunni?

Við viljum afnema greiðsluþátttöku sjúklinga. Við álítum gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu vera mannréttindamál, heilbrigðiskerfi sem útilokar fátækt fólk vegna greiðslumúra (fimmta hvern Íslending) er ekki fyrsta flokks heilbrigðiskerfi. Heilbrigðisþjónusta á að vera samneysla og til þess að geta fjármagnað hana (og fleiri þjóðþrifamál) almennilega viljum við félagsvæða fjármálakerfið til að spara samfélaginu peninga sem það þarf að nota í velferð.

Krabbameinsmeðferð er afar krefjandi og sjúklingum er eindregið ráðlagt að hafa aðstandanda sér til halds og trausts. Margir verða að leita meðferðar langt frá heimilum sínum með tilheyrandi viðbótarkostnaði vegna ferðakostnaðar aðstandenda. Í dag veitir hið opinbera enga ívilnun vegna þess kostnaðar. Styður flokkurinn að hið opinbera taki upp styrki / endurgreiðslur vegna ferðakostnaðar aðstandenda fólks í krabbameinsmeðferð?

Já, það ætti að vera sjálfsagt að styrkja aðstandendur. Lífshættulegir sjúkdómar eru náttúrlega ekkert einkamál þeirra sem fá þá.

Kjóstu rétt spyr:

Spurt var um:
  • Atvinnumál
  • Byggðarmál
  • Evrópumál
  • Húsnæðismál
  • Jafnréttismál
  • Heilbrigðismál
  • Menntamál
  • Samgöngumál
  • Sjávarútvegsmál
  • Skattamál
  • Stjórnarskrármál
  • Umhverfismál
  • Velferðarmál

Svör við þessum málaflokkum má finna á síða Kjóstu rétt, eða með því að niðurhala PDF skjali hér.

Stjórn Rithöfundasambands Íslands spyr:

Hvert er ykkar viðhorf til virðisaukaskatts á bókum?

Svarað: 12. október 2017

Alþýðufylkingin vill afnema skatt á bækur og aðrar nauðsynjar.

Vésteinn Valgarðsson

varaformaður Alþýðufylkingarinnar

& oddviti í Reykjavíkurkjördæmi suður

Hvað viljið þið gera til bjargar íslenskri tungu og bókmenntum í landinu?

Alþýðufylkingin vill að íslenska ríkið kosti ókeypis íslenska orðabók á internetinu. Líka að það borgi það sem það kostar að íslenska verði raunhæfur valkostur í hinum stafræna heimi. Bókmenntir í landinu eru nú ekki á flæðiskeri staddar. Við erum ekki með einhver snjallræði til að bjarga þeim. En við viljum hafa opinberan stuðning við menningu, enda skapar hann eins konar burðargrind sem önnur menning getur vaxið utan í.

Hvernig má tryggja aðgengi barna að nýjum íslenskum bókum?

Til að byrja með eiga þær að vera ódýrar og höfundar þeirra eiga að hafa efni á að vinna við að skrifa þær. En kannski er aðalatriðið að þau læri í skólanum að njóta bóka. Við viljum að íslenskukennsla leggi meiri áherslu á það að njóta íslenskunnar, leika sér með hana, hafa gaman af henni o.s.frv. enda er það sennilega sterkari rótfesta heldur en utanbókarlærdómur.

Hvalaskoðunarsamtökum Íslands spyr:

  1. Hver er afstaða þín og þíns flokks til þess að Faxaflói verði gerður að griðasvæði fyrir hvali? 
  2. Munt þú beita þér fyrir málinu náir þú sæti á Alþingi?

Svarað: 12. október 2017

Alþýðufylkingin hefur ekki stefnu í þessu máli. Sjálfum finnst mér sjálfsagt að gera Faxaflóa að griðasvæði fyrir hvali og mundi styðja það. Ég vil taka fram að ég er ekki mótfallinn hvalveiðum sem slíkum -- en þær þurfa að fara fram í sátt við hvalaskoðun.

Vésteinn Valgarðsson

varaformaður Alþýðufylkingarinnar

& oddviti í Reykjavíkurkjördæmi suður

Bændablaðið spyr:

Spurningar og svör má finna í meðfylgjandi PDF skjali.

Svarað: 17. október 2017

Hérna má finna hið fyrrnefnda PDF skjal.

Vésteinn Valgarðsson

varaformaður Alþýðufylkingarinnar

& oddviti í Reykjavíkurkjördæmi suður

Spurningar um landgræðslu:

Hver er stefna flokksins í landgræðslu- og skógræktarmálum og mun flokkurinn setja aukna fjármuni í þessa málaflokka?

Svarað: 17. október 2017

á, flokkurinn vill að settir verði auknir fjármuni í þessa málaflokka.

Vésteinn Valgarðsson

varaformaður Alþýðufylkingarinnar

& oddviti í Reykjavíkurkjördæmi suður

Er flokkurinn tilbúinn til að standa fyrir auknum kröfum um jarðvegs- og gróðurvernd í tengslum við endurskoðun búvörusamninga? Hver er stefna flokksins er varðar lausagöngu og vörsluskyldu búfjár? Hvað hyggst flokkurinn gera til að koma í veg fyrir og stöðva ofbeit sem enn viðgengst sums staðar á Íslandi?

Við höfum ekki stefnu varðandi lausagöngu búfjár en treystum sérfræðingum til að meta hæfilega ítölu á afrétti. Varðandi jarðveginn segir í kosningastefnuskrá okkar:

Jarðvegsvistkerfi Íslands er auðlind og eign þjóðarinnar. Eðlilegt er að landbúnaður sé stundaður á Íslandi til að nýta þau verðmæti sem í jarðvegsauðlindinni felast í þágu þjóðarinnar og þeirra sem að landbúnaði starfa.

Tryggja þarf landbúnaðinum aðgang umfram aðra landnotkun að besta landbúnaðarlandinu og stuðla að því að það sé í hverju tilviki nýtt til þeirrar tegundar búrekstrar sem best hæfir.

Við viljum gera rammaáætlun um samþætta vernd og nýtingu lands til ræktunar, úthagabeitar og annars. Stefnt skal að skógrækt eða endurheimt votlendis þar sem hefur verið rutt eða ræst fram en ekki ræktað.

Hvert er álit flokksins á lúpínu sem landgræðsluplöntu og dreifingu hennar á Íslandi?

Hvert er álit flokksins á lúpínu sem landgræðsluplöntu og dreifingu hennar á Íslandi?

Er flokkurinn tilbúinn til að stuðla að því á næsta kjörtímabili að komið verði á reglum um gróðurvernd og nýtingu gróðurauðlindarinnar sem yrði sambærilegar við vernd á fiskistofnun í landhelgi Íslands?

Já, það er beinlínis sagt í kosningastefnuskránni okkar að vernda skuli líffræðilega fjölbreytni, m.a. gróðurs. Þannig að já: gróður landsins þarf að vernda.

Hvað ætlar flokkurinn að gera til að auka kolefnisbindingu í gróðri á næsta kjörtímabili?

Alþýðufylkingin vill auka skógrækt, eins og áður sagði, og láta menn hætta að ræsa fram land sem er svo ekki nýtt til ræktunar. En aðallega viljum við ekki þurfa að binda eins mikið kolefni heldur losa minna af því með því að draga úr útblæstri koldíoxíðs.

Íslenska svefnrannsóknafélagið spyr:

1. Hvaða stefnu hefur ykkar stjórnmálaflokkur varðandi breytingar á staðarklukku á Íslandi (halda óbreyttu eða seinka staðarklukku um 1 klst)?
2. Vill ykkur flokkur seinka staðarklukku allt árið um kring eða breyta í sumar- og vetrartíma?

Svarað: 15. október 2017

Alþýðufylkingin hefur ekki beint mótað sér stefnu í þessu máli. En ég tel mér óhætt að segja að við séum hlynnt því sem læknavísindin mæla með. Þannig að ég get svarað því játandi, að við mundum styðja það að klukkan fylgi betur sólarhringnum og líkamsklukkunni.

Vésteinn Valgarðsson

varaformaður Alþýðufylkingarinnar

& oddviti í Reykjavíkurkjördæmi suður

Heimssýn spyr:

Sé flokkurinn hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu, hvernig telur flokkurinn að orða beri spurningu þar að lútandi?

Svarað: 23. október 2017

Alþýðufylkingin er fortakslaus andstæðingur ESB-aðildar. Við viljum bara slíta viðræðunum, punktur. Helst í eitt skipti fyrir öll. Við viljum ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðnanna vegna þess að við teljum nú þegar of langt gengið inn í ESB og sjáum þjóðaratkvæðagreiðslu sem frekara skref í þá átt, frá því sem nú er. En ef atkvæðagreiðsla yrði knúin í gegn með meirihluta á Alþingi þætti okkur eðlilegast að spurt væri: Vilt þú að Ísland gangi í Evrópusambandið?

Til skýringar á andstöðu okkar við ESB-aðild ber að nefna að til að okkar stefna, félagsvæðingin, gæti náð fram að ganga, væri markaðshyggja ESB mikil hindrun; félagsvæðing yrði miklum mun örðugri ef við værum með ESB-stjórnarskrá og ótal markaðsvæðingar-tilskipanir fyrir okkur; við viljum halda fast í fullveldið vegna þess að við þurfum að nota það til að byggja upp félagsvædda innviði í landinu. Og við skiljum að ESB kæmi í veg fyrir það.

Vésteinn Valgarðsson

varaformaður Alþýðufylkingarinnar

& oddviti í Reykjavíkurkjördæmi suður

Ef sótt yrði um aðild að nýju mundi Alþýðufylkingin vinna þeirri umsókn og tilheyrandi aðlögun allt til óþurftar en halda hagsmunum landsins til streitu:

Eftirfarandi spurningar eiga við, verði sótt um aðild að Evrópusambandinu á ný:

Alþýðufylkingin mundi gera íslenskt forræði yfir íslenskum auðlindum að ófrávíkjanlegu skilyrði.

 Mun flokkurinn gera að skilyrði að Íslensk stjórnvöld hafi algert forræði yfir auðlindum í sjó, undir hafsbotni og á landi?
Mun flokkurinn styðja öll lagafrumvörp á Alþingi sem verða til komin vegna krafna um aðlögun að lögum og reglum Evrópusambandsins?

Alþýðufylkingin mundi ekki styðja nein lagafrumvörp á Alþingi sem væru til komin vegna aðlögunarkröfu, nema svo ólíklega vildi til að þau lagafrumvörp bættu stöðu alþýðunnar gagnvart auðvaldinu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs spyr:

Hver eru ykkar helstu áherslumál fyrir þessar kosningar?

Svarað: 20. október 2017

Helstu áherslumál Alþýðufylkingarinnar fyrir þessar kosningar eru að auka fjárframlög ríkisins til Landspítalans og heilbrigðismála almennt, og að bæta kjör öryrkja og aldraðra og annarra sem standa höllum fæti í þjóðfélaginu. Til að fjármagna það, og aðra nauðsynlega innviðauppbyggingu, viljum við félagsvæða fjármálakerfið, þ.e. að samfélagið komi sér upp samfélagslega reknum banka sem tæki ekki vexti af lánum, þannig að peningarnir sem fara núna í vexti geti nýst í þarfari hluti.

Vésteinn Valgarðsson

varaformaður Alþýðufylkingarinnar

& oddviti í Reykjavíkurkjördæmi suður

Alþýðufylkingin telur mikla þörf á úrbótum í vegakerfinu og annars staðar í samgöngukerfinu, og sparnaðurinn sem hlytist af félagsvæðingu fjármálakerfisins mundi auðveldlega borga allar þær nauðsynlegu umbætur. Við viljum taka upp strandsiglingar með þungavöru til að draga úr mengun og umferð á vegunum. Og við viljum halda Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýri, enda er ekki komin nein betri tillaga fram, að okkar mati.

Hvar stendur ykkar flokkur varðandi samgöngumál? T.d. uppbyggingu vegakerfisins og innanlandsflug.

Það skortir á geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og reyndar líka á höfuðborgarsvæðinu. Það er lítið deilt um einstaka hluti sem vantar, en það þarf einfaldlega meiri peninga til að standa við fögur fyrirheit. Þeim peningum er núna sóað í vexti af lánum, sem gætu verið að borga almennilega og gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. En við viljum líka stytta vinnuvikuna, lækka húsnæðiskostnaðinn, auka ráðstöfunarfé heimila, lengja fæðingarorlof, auka áhrif óbreytt starfsfólks í vinnunni o.fl. sem dregur úr streitu, kvíða, vonbrigðum, o.fl. sem hefur skaðleg áhrif á geðheilsu fólks -- það væri risaskref sem varla er hægt að taka án þess að félagsvæða fjármálakerfið og losa þannig um resúrsana sem þetta allt mundi kosta.

Teljið þið geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni nægilega og ef ekki, hvað hyggist þið gera til að bæta hana?
Hver er ykkar stefna í umhverfismálum og hvernig ætlið þið að framfylgja henni?

Við teljum kapítalismann vera helstu ógnina við umhverfið. Með því að minnka þörf samfélagsins fyrir gróða, teljum við hægt að draga úr hvata fyrirtækja til þess að spara við sig í mengunarvörnum eða aðbúnaði manna og dýra. Við viljum koma á umfangsmiklum almenningssamgöngum, sem spara ekki bara ferðakostnað heldur líka mengun. Og við viljum alls ekki leggja rafmagnssæstreng til Skotlands, enda mundi hann setja mikinn þrýsting á meiri virkjanir á Íslandi auk þess að hækka raforkuverð hérna vegna samkeppni frá evrópskum kaupendum.

Hver er ykkar stefna í málefnum flóttafólks og hælisleitenda á Íslandi?

Alþýðufylkingin vill að Ísland búi sig undir að taka vel á móti miklu fleiri flóttamönnum en það gerir núna. Annars vegar efnislega: með því að byggja upp það sem þarf til að fólk geti fengið þjónustuna sem það á rétt á og með því að liðka um mat á menntun og atvinnuréttindum, þannig að fólk geti fengið vinnu við sitt hæfi. Hins vegar viðhorfið: að skapa sátt í samfélaginu, svo það verði friður um móttöku flóttamannanna -- og það gerum við með því að bæta um leið kjör fátækra Íslendinga, svo þeim finnist ekki fram hjá sér gengið.

Menningarvefur RÚV spyr:

Hvernig ætlar þinn flokkur að styðja við íslenska tungu, menningu og listir?

Svarað: 23. október 2017

Við viljum opinberan stuðning við tunguna m.a. með ókeypis íslenskri orðabók á netinu og með því að borga það sem það kostar að gera íslenskuna gjaldgenga í hinum stafræna heimi. Við viljum auka opinberan stuðning við menningu, m.a. með því að fylla holu íslenskra fræða með glæsilegri byggingu og með því að byggja náttúrugripasafn, og listir viljum við að séu studdar myndarlega, enda skilar sá stuðningur miklu meiru en hann kostar. Peningarnir í þetta (og fleira) verða ekki teknir frá sveltandi fátæklingum heldur frá sílspikuðum bönkum, m.a. með því að láta bankana hætta að féfletta samfélagið

Vésteinn Valgarðsson

varaformaður Alþýðufylkingarinnar

& oddviti í Reykjavíkurkjördæmi suður

Þar eð við búum í auðugu samfélagi er sjálfsagt að veita listamannalaun, eins og annan opinberan stuðning.

Hver er afstaða flokksins til listamannalauna?

Það á að afnema virðisaukaskatt á bókum og öðrum nauðsynjum, eins og dömubindum og barnafötum, enda er það allra hagur.

Hver er afstaða flokksins til virðisaukaskatts á bókum?
Hver er stefna flokksins í málefnum skapandi atvinnugreina?

Það á að losa þær undan gróðakröfu auðvaldsins. Með öðrum orðum á sköpun ekki að vera háð því að fyrirtæki vilji gefa hana út. Skapandi greinar á því að styrkja, svo þær geti notið sín á eigin forsendum og svo þær geti auðgað menninguna og atvinnulífið.

Alþýðufylkingin telur að eftir því sem umsóknarferlið er lengur á ís, því fjarstæðukenndara sé að taka það upp aftur.

Hversu lengi telur flokkurinn að umsóknarferli án niðurstöðu geti staðið til að fullreynt sé að ekki sé grundvöllur fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið?
Hvernig mun flokkurinn beita sér fyrir því að útganga Íslands úr ES yrði framkvæmanleg, en ekki allt gert til að bregða fyrir hana fæti eins og gert er í sambandi við Brexit?

Alþýðufylkingin mundi krefjast skýrra uppsagnarákvæða sem væri gerlegt að framkvæma.

Alþýðufylkingin telur að matvæla- og fæðuöryggi séu ófávíkjanleg krafa, sem og vernd íslenskra dýrastofna.

Telur flokkurinn að matvæla- og fæðuöryggi sé ófrávíkjanleg krafa?
Telur flokkurinn að gera eigi að skilyrði að réttindi launþega og vinnuréttur verði ekki að neinu leyti lakari en hann er hverju sinni samkvæmt íslenskum lögum?

Alþýðufylkingin gerir ófrávíkjanlega kröfu um að réttindi allra launþega í íslenskri lögsögu (og efnahagslögsögu) séu að minnsta kosti jafngóð og samningar íslenskra stéttarfélaga.

Alþýðufylkingin vill alls ekki taka upp evruna vegna þess að án sjálfstæðrar peningastefnu eru einu leiðirnar til að bregðast við hagsveiflum að lækka skatta, afnema regluverk, lækka laun eða auka atvinnuleysi.

Hvernig telur flokkurinn að bregðast eigi við hagsveiflum eftir að tekin hefur verið upp evra?
Mun flokkurinn samþykkja allar þær kröfur frá Evrópusambandinu sem lúta að einka- og/eða markaðsvæðingu starfsemi sem nú er í höndum opinberra aðila?

Alþýðufylkingin mun ekki samþykkja neina kröfu frá Evrópusambandinu um aukna einka- eða markaðsvæðingu starfsemi sem nú er á höndum opinberra aðila.

Alþýðufylkingin vill ekki að Ísland mæti neinum kröfum Lissabonsáttmálans um aukna hervæðingu.

Hvernig telur flokkurinn að Ísland eigi að mæta kröfum Lissabonsáttmálans um hervæðingu?
Mun flokkurinn samþykkja allar tilskipanir og kröfur Evrópusambandins sem lúta að ríkisfjármálum?

Alþýðufylkingin mun ekki samþykkja neinar tilskipanir eða kröfur Evrópusambandsins sem lúta að ríkisfjármálum nema svo ólíklega vilji til að þær þjóni hagsmunum alþýðunnar gegn auðvaldinu.

Hversu mikið framlag telur flokkurinn að Ísland eigi að reiða fram í tengslum við stofnun og rekstur Evrópuhers, sbr. ályktun Evrópuþingsins í febrúar 2009.

Alþýðufylkingin vill ekki að Ísland reiði fram svo mikið sem eina krónu í tengslum við stofnun Evrópuhers.

bottom of page